þriðjudagurinn 6. október 2020

Verk Vest hvetur til rafrænna samskipta

Ný reglugerð um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 hafa tekið gildi og leggur Verk Vest áherslu á að fylgja tilmælum um hertar sóttvarnir. Meginreglan er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er 20 manns. Vegna þessa vill starfsfólk Verk Vest enn og aftur hvetja félagsmenn til að nýta sér síma, tölvupóst og vefsíðu félagsins fremur en að mæta á skrifstofurnar ef hægt er.

Fjölmörgum erindum er hægt að sinna gegnum síma og með tölvupósti, en að sjálfsögðu er áfram tekið á móti félagsmönnum á opnunartíma. Sími félagsins er 456 5190 en einnig má fyrirspurninr í tölvupósti á postur@verkvest.is og bregst starfsfólk félagsins hratt við erindum. 

Á skrifstofum félagsins eru allir snertifletir sótthreinsaðir reglulega og eftir þörfum og eru sprittbrúsar í móttöku. Allir sem koma eiga allir að spritta á sér hendurnar áður en gengið er að afgreiðsluborðum.

  • Minnum sérstaklega á að fjarlægðarregla eru í gildi.
  • Sprittum hendur 
  • Reglulegur handþvottur
  • Notum grímur í fjölmenni

Með þessum aðgerðum leggur félagið sitt af mörkum til að minka líkur á vírusinn breiðist hraðar út en efni standa til.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.