Um er að ræða 87% starfshlutfall með vinnutíma frá kl.09:00 alla virka daga á starfsstöð félagsins á Patreksfirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2021.
Höfum ákveðið að framlengja umsóknarfrest til 15. október 2021.
Ábyrgðasvið:
- Almenn þjónusta við félagsmenn
- Aðstoð í vinnuréttindamálum
- Umsjón netmiðlum félagsins
- Aðstoð við skýrslugerð
- Aðstoð við innheimtu og rafrænum skráningum
- Símsvörun og önnur tilfallandi skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi – (Stúdentspróf eða hagný menntun sem nýtist í starfi )
- Reynsla af uppgjörsvinnu, skýrslugerð og afstemmingum er kostur
- Þekking á Dk bókhaldskerfi er kostur
- Gott vald á íslensku. Önnur tungumál t.d. enska og pólska kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum mikilvægur kostur
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund skilyrði
Upplýsingar veita:
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður og framkv.stjóri Verk Vest finnbogi@verkvest.is og Bergvin Eyþórsson, varaformaður og skrifstofustjóri bergvin@verkvest.is
Umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi óskast sendar á finnbogi@verkvest.is