Að gefnu tilefni þá biðjum við félagsmenn um að ganga betur frá eftir dvöl íbúðum og orlofshúsum eftir notkun. Að undanförnu hefur kvörtunum frá félagsmönnum og umsjónarmönnum vegna umgengi og lélegra þrifa fjölgað óvenju mikið.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur fyrirtækið Sólar ehf. hefur umsjón með íbúðum félagsins. Leigutaki þarf ekki að þrífa íbúðina eftir leigutíma, en að sjálfsögðu þarf að skila íbúðinni fullfrágenginni og snyrtilegri. Leigutakar þurfa sjálfir að þrífa íbúðina á Akureyri og orlofshúsin áður en þeim er skilað.
Verði vanhöld á þrifum, að mati umsjónarmanns á viðkomandi svæði, mun leigutaki þurfi að borga þrifagjald.
Kæru félagar! Við skulum hafa í huga að við ÖLL eigum íbúðirnar og orlofshúsin. Gleymum ekki að íbúðir og orlofshús eru sameign okkar allra. Það er nauðsynlegt að við sameinumst ÖLL um að ganga um þessar flottu eignir okkar með því hugarfari.
Því hvetjum við félagsmenn okkar til að skilja við hús og íbúðir eins og við viljum koma að þeim. Við viljum ekki að aðkoman sé eins og nýlegt dæmi í húsi okkar í Ölfusborgum sýnir.