Þessa dagana geysar mikil barátta Eflingar við Reykjavíkurborg þar sem Efling vill að lægst launaða fólkið sé ekki dæmt til fátæktar, heldur geti lifað með reisn eins og aðrir. Ekki er ágreiningur uppi um hvort Ísland sé ríkt land eður ei, hér höfum við nóg fyrir alla.
Spurningin sem eftir stendur er hvort við viljum að sumir kunni ekki aura sinna tal með þeim afleiðingum að sumir eigi ekki til hnífs og skeiðar. Hér er um að ræða meðvitaða ákvörðun um hvernig við viljum byggja samfélagið okkar upp. Við höfum val um að allir hafi nóg, en við getum líka valið að sumir fitni á eymd annarra.
Valið er okkar!
Við styðjum Eflingu heils hugar í baráttu sinni fyrir bættum kjörum hinna lægst launuðu.