föstudagurinn 13. nóvember 2020

Vinnur þú hjá ríkisstofnun eða sveitafélagi?

Ertu félagi í Verk Vest og starfar hjá ríkisstofnun eða sveitafélagi? Ef svo er þá styttist vinnuvikan hjá þér í allt að 36 virkar vinnustundir á nýju ári. Innleiðing á styttingu vinnuvikunnar á að vera í gangi á þínum vinnustað og á að vera lokið fyrir 31.desember 2020. Við hvetjum þig til að skoða nánari upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar á betrivinnutimi.is eða hafa samband við skrifstofur félagsins ef þú hefur spurningar um styttinguna.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.