Aðrir styrkir 16. grein

Rétt til styrkveitinga úr sjóðnum samkvæmt 16. grein eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum.


1. Einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur til aðstoðar myndast.

2. Þeir sem greidd hafa verið af til sjóðsins iðgjöld skv. kjarasamningum í a.m.k. 6 mánuði.

 

Fæðingarstyrkur

Sjóðurinn greiðir fæðingarstyrk sem nemur kr. 150.000. Heimilt er að veita styrk vegna ættleiðingar barns skv. þessari grein.

Glasa og tæknifrjóvgun

Sjóðurinn greiðir styrk vegna glasa- eða tæknifrjóvgunar/tæknisæðingar allt að tvisvar sinnum til sjóðfélaga. Greitt er allt að kr. 220.000. í fyrra skipti og kr. 110.000. í síðara skiptið en þó að hámarki 50% af kostnaði.

Dvöl á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

Sjóðurinn greiðir styrk vegna dvalar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Styrkupphæð er að hámarki kr. 5.000 á dag í allt að 4 vikur á hverjum 12 mánuðum.

Krabbameinsleit

Sjóðurinn endurgreiðir sjóðfélögum kostnað að fullu vegna krabbameinsleitar/hópleitar samkvæmt verðskrá.

Krabbameinsskoðun – framhaldsskoðun

Sjóðurinn greiðir styrk vegna framhaldsrannsókna allt að kr. 11.600 í eitt skipti á hverjum 12 mánuðum, þó ekki meira en 100% af kostnaði.
Styrkur er veittur vegna framhaldsrannsókna og vegna blöðruhálsskoðana karla eða ristilsskimunar/speglunar.

Viðtalsmeðferðir

Sjóðurinn greiðir styrk vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa. Miðað er við að meðferðaraðili falli ekki undir afsláttarkjör hjá Tryggingastofnun, svo sem eins og t.d. á við um geðlækna. Greitt er allt að kr. 10.000 fyrir hvert skipti. Þó er aldrei greitt meira en sem nemur 75% af kostnaði í allt að 12 skipti á hverjum 12 mánuðum.

Dagpeningar vegna meðferðar

Vegna meðferðar út af áfengis-, spila- eða fíkniefnasýki sjóðfélaga greiðast að lokinni fullri meðferð dagpeningar í mest 8 vikur, einu sinni á hverjum þremur árum. Um útreikning fjárhæðar og skilmála dagpeninga vegna meðferðar gilda a), e) og g) liðir 13. gr.

Dagpeningar vegna meðgöngu

Sé móður nauðsynlegt af heilsufars- eða öryggisástæðum að vera frá vinnu á fyrstu 7 mánuðum meðgöngutímans skal hún eiga rétt á dagpeningum eins og um veikindi væri að ræða. Í tilvikum sem ekki uppfylla skilyrði 4. mgr. 17. gr. laga nr. 95/2000, er heimilt að greiða dagpeninga á 9. mánuði meðgöngu. Um útreikning og skilmála dagpeninga vegna meðgöngu gilda a), e), f) og g) liðir 13. gr.

Gleraugnastyrkur

Styrkur er veittur til gleraugnakaupa að hámarki kr. 100.000 einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Styrkupphæð getur aldrei orðið hærri en kostnaðarverð skv. reikningi.

 

Styrkupphæðir samkvæmt 16. grein að undanskildum f) lið miðast við félagsgjöld af lágmarkslaunum fyrir fullt starf. Þeir sem eru í hlutastarfi og greiða lægra en 50% félagsgjald samkvæmt því viðmiði fá 50% styrk.

Fjárhæðir styrkja samkvæmt 16. gr. að undanskildum f), h) og i) liðum skulu endurskoðaðar árlega fyrir aðalfund. Stjórn er heimilt að afnema styrki samkv. 16. gr tímabundið krefjist fjárhagsafkoma sjóðsins þess.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.