Dagpeningar

a) Frá og með fyrsta degi eftir að samningsbundinni eða lögákveðinni greiðslu frá vinnuveitanda lýkur greiðast dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði). Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga, greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annarri lögbundinni tryggingu, vera 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

b) Dagpeningar greiðast í 90 daga (3 mánuði), að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur skulu vera 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar umönnunar.

c) Dagpeningar greiðast í 90 daga (3 mánuði) vegna mjög alvarlegra veikinda maka. Greiða skal 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum.

ATH. Hámarksgreiðsla pr. mán. er kr. 591.649 miðað við launavísitölu aprílmánaðar 2021.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 20 hvers mánaðar til þess að ná inn í úthlutun þess mánaðar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.