Dánarbætur
Dánarbætur, kr. 425.987 greiðast til eftirlifandi maka, barna hans undir 18 ára aldri eða dánarbús við andlát sjóðfélaga sem greitt hefur verið af til sjóðsins síðustu 6 mánuði af starfsævi hans.
Ef liðin eru 5 ár eða meira síðan sjóðfélagi hætti störfum greiðast kr. 189.327. Skilyrði greiðslu er að hinn látni hafi verið sjóðfélagi Verk-Vest samfellt síðustu 5 ár vegna aldurs eða örorku.
Séu greiddar dánarbætur vegna hins látna frá öðrum styrktar og sjúkrasjóðum skal það dregið frá framangreindum greiðslum.
Bótafjárhæðir miðast við vísitölu neysluverðs pr.apríl 2021 og taka sömu breytingum og hún.