Iðgjaldatengdir styrkir

Iðgjaldatengdir styrkir eru greiddir til félagsmanna allt að þrisvar sinnum á hverjum 12 mánuðum. Hámarksupphæð á hverju 12 mánaða tímabili er kr. 50.000.

Upphæðir skal miða við 50% af útlögðum kostnaði skv. reikningi, að hámarki 75% af iðgjöldum viðkomandi í sjúkrasjóð síðustu 12 mánuði að frádregnum styrkjum sem greiddir hafa verið til viðkomandi sjóðfélaga síðustu 12 mánuði.

Greiddir eru iðgjaldatengdir styrkir til félagsmanna vegna eftirfarandi:

a) Líkamsræktar og heilsueflingar.

b) Myndatöku og rannsókna vegna sjúkdóma og slysa, þar með talið göngugreiningar.

c) Hjálpartækja s.s. innleggja í skó og heyrnartækja.

d) Sjónlagsaðgerðir/Augasteinaaðgerðir.

f) Sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, kírópraktor og osteopati.

g) Tannlækninga.

Sjóðfélagi sem látið hefur af störfum vegna aldurs eða örorku og greitt var af til sjóðsins a.m.k síðasta árið fyrir starfslok getur nýtt áunnin réttindi sem hann átti við starfslok á næstu 2 árum.

Fjárhæðir styrkja samkvæmt 17. grein taka mið af vístitölu neysluverðs og uppfærast í júní ár hvert.

Stjórn er heimilt að afnema styrki samkvæmt 17. Gr. tímabundið krefjist fjárhagsafkoma sjóðsins þess.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.