Umsóknir og læknisvottorð

Umsóknir þarf að fylla rétt út. Starfsmaður Sjúkrasjóðs hefur ekki heimild til að afgreiða umsóknir nema þær séu rétt út fylltar og öll nauðsynleg fylgiskjöl, s.s. læknisvottorð o.s.frv. liggi fyrir. Rétt út fylltar umsóknir og fylgigögn þurfa að berast á réttum tíma að öðrum kosti frestast afgreiðsla til næstu úthlutunar.

  • Umsóknir um dagpeninga og bætur þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar.
  • Umsóknir um styrki (heilsurækt, hjálpartæki osfrv.) þurfa að berast fyrir annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar og eru greiddir út föstudaginn þar á eftir.

Heimilt er stjórn sjóðsins að krefjast þess að umsækjandi um dagpeninga leggi fram vottorð frá sérstökum trúnaðarlækni sjóðsins.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.