Frá aðalfundi Verk Vest
Frá aðalfundi Verk Vest

Á aðalfundi Verk Vest sem var haldinn laugardaginn 8.maí sl. var starfsárið sem lauk með aðalfundi gert upp. Lögð var fram skýrsla stjórnar ásamt reikningum félagsins til afgreiðslu eins og lög félagsins segja til um,  og var hvorttveggja samþykkt að loknum umræðum. Skýrsluna og reikningana er hægt að nálgast hér á skrifstofu félagsins en stefnt er að því að hvorutveggja verði einnig aðgengilegt hér á síðunni. Þá var einngi samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs, en þar var verið að rýmka réttindi til félagsmanna. Ein helsta nýbreytni í reglugerðinni er niðurgreiðsla á tannlækniskostnaði félagsmanna. 

Þá var einnig samþykkt tillaga þess efnis að Lúðrasveit Tónlistaskólans verði færðir einkennisbúningar sem hefur þótt skorta. En lúðrasveitin hefur alltaf  verið boðin og búinn að ganga með stéttarfélögunum í kröfugöngu þeirra á 1.maí og litið á það sem einn af föstu punktunum hjá sveitinni.
Í ljósi ástandsins á vinnumarkaði var samþykkti að fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktun um atvinnumál. 


„Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga haldinn 8.maí 2010
lýsir stjórnvöld ábyrg fyrir þeim áföllum sem vestfirskt atvinnulífi stendur nú frammi fyrir. Með algjöru aðgerðarleysi og hik við ákvarðanatöku um framkvæmdir á vegum opinberra aðila sem og tregðu til að ganga hreint til verks mun atvinnuvegum okkar áfram verið haldið í gíslingu.


Fundurinn krefst þess að strax verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að atvinnuvegir okkar Vestfirðinga fái að búa við eðlileg rekstrarskilyrði. Þess er einnig krafist
að stjórnvöld leggi fram raunhæfa byggðastefnu sem efli atvinnulíf og byggð á Vestfjörðum. Ríkisstjórnarflokkunum voru ekki greidd atkvæði í síðustu alþingiskosningum til að rústa atvinnulífi í heilum landshlutum.


Fundurinn krefst áræðni og djörfung í ákvarðanatöku þannig að hjólum atvinnulífsins verði komið í gang á nýjan leik. Látum ekki einstaklingshyggjuna draga okkur í það far sem kom þjóðinni á kaldan klaka. Launafólk hefur ekkert til saka unnið sem réttlætir þá lífskjaskerðingu sem orðin er. Ráðast verður gegn atvinnu- og tekjumissi fólks með samtakamætti og samstöðu launþega að vopni." 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.