Aðalfundur Verkalýðfélags Vestfirðinga var haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 21. maí. Segja má að veðrið hafi leikið nokkuð stórt hlutverk, og endurspeglaðist það í mætingu félagsmanna á aðalfundinn. En ófært var yfir á suðursvæði félagsins og leiðinda færð á Steingrímsfjarðarheiði, má í því samhengi benda á að einn af stjórnarmönnum, sem kemur frá Reykhólum, hefur verið veðurteppur á Ísafirði síðan á fimmtudagskvöld þrátt fyrir að komið sé fram á sumar. Á fundinum var Karitas Pálsdóttir, fyrrum gjaldkeri félagsins, leyst út með góðum gjöfum en hún lét af störfum sem starfsmaður skrifstofu stéttarfélaganna um síðustu áramót. Karitas hefur einnig dregið sig til hlés í stjórn félagsins en mun áfram gegna trúnaðarstöfum fyrir stjórn sjúkrasjóðs félagsins. Karitasar hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna af miklilli samviskusemi og trúmennsku og ætti það að vera öðrum til eftirbreytni. Þessi störf hafa alltaf verið henni hugleykin og kraftur hennar og elja við að sinna þeim störfum er aðdáunarverð.
Í umræðum um önnur mál á fundinum var eftirfarandi ályktun um atvinnu- og byggðamál samþykkt samhljóða.
„Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, haldinn 21. maí 2011, krefst þess að stjórnvöld komi á samræmdu kerfi til jöfnunar flutnings- og húshitunarkostnaðar ásamt því að afhendingaröryggi raforku verði tryggt. Strax verði ráðist í byggingu Hvalárvirkjunar, enda er slík framkvæmd samfélagslega hagstæðasti kosturinn í stöðunni til lengri tíma. Hætta er á að miklar álögur á atvinnulífið í formi óhóflegs flutningskostnaðar ásamt erfiðum rekstrarskilyrðum vegna ótryggrar raforrku ógni atvinnuöryggi í fjórðungnum. Þá er hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum einn af grunnþáttum fyrir bættu atvinnuöryggi og verður að hrinda í framkvæmd strax.
Horfa verður til stór eflingar rannsókna og nýsköpunar ásamt tengingu menntunar við þekkingu í atvinnulífinu þannig að hún nýtist sem best til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Megin áherslan þar snúi að atvinnustarfsemi og nýtingu þeirra auðlinda sem fjórðungurinn hefur upp á að bjóða líkt og kom fram á ráðstefnunni Afl í auðlindum Vestfjarða."
Koma verður í veg fyrir neikvæða þróun byggðar og tryggja atvinnuöryggi með styrkingu á þessum grunnþáttum. Verum þess minnug að landsbyggðin ráðstafar um 30-80% af sínum tekjum á höfuðborgarsvæðinu en höfuðborgarsvæðið eingöngu 10-20% af sínum tekjum í hendur lögaðila á landsbyggðinni. Vestfirðingar eru ekki að biðja um meira en aðrir heldur þau sjálfsögðu mannréttindi að búsetuskilyrði geti orðið á við það sem best gerist
Nánar mun verð fjallað um helstu niðurstöður úr skýrslu stjórnar og ársreikningum ásamt öðrum tillögum sem voru löglega bornar upp og afgreiddar á fundinum hér á vefnum á næstu dögum.