Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga 23. maí 2009 beinir þeim eindregnu tilmælum til forseta ASÍ að beita sér af fullum þunga fyrir því að kjör lágtekjufólks verði varin með öllum hugsanlegum ráðum í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga sem fram fara um þessar mundir.
Eigi árangur þess samkomulags sem nú er undir að verða stöðugleiki og sátt, þá verða þeir sem hærri hafa tekjurnar að taka á sig stærri hluta byrðanna. Það verður að hafa algjöran forgang að eyða þeim ójöfnuði sem ríkir í þjóðfélaginu í dag. Höfum slagorð 1. maí að leiðarljósi og tökum öll þátt í að byggja réttlátt þjóðfélag.