Á undanförnum árum hefur störfum fækkað mjög á þessu atvinnusvæði. Áður voru laun á svæðinu langt fyrir ofan landsmeðaltal, en sú staða er nú gjörbreytt. Aðalfundur í Vlf. Baldri styður allar þær hugmyndir sem fram koma um fjölgun starfa og fjölbreyttara atvinnulíf. Hvers vegna ekki stóriðju í Ísafjarðarbæ? Skorað er á atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar að spýta í lófana og koma með raunverulegar tillögur í atvinnumálum. Nóg er komið af orðum á blöðum, við þurfum raunverulega fjölgun atvinnutækifæra. Mótmælt er þjónustuhækkunum bæjarstofnana er stefna kjarasamningum í óefni. Vlf. Baldur styður áætlanir um stofnun háskóla á Vestfjörðum og leggur áherslu á að starfsemin hefjist sem fyrst."