Frá stjórnarfundi 13.apríl
Frá stjórnarfundi 13.apríl
1 af 2

Á stjórnarfundi Verk Vest sem haldin var í húsi félagsins í gærkvöldi voru til umræðu meðal annars þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar að hika ekki við að setja lög á vinnudeilur ef svo sýnist. Það á ekki að líðast að rétturinn til verkfallsboðunar sé tekinn af launafólki með lagasetningu undir þrýstingi atvinnurekenda. Fannst stjórnarmönnum nauðsynlegt að félagið sendi frá sér skýr skilaboð vegna þessa og var samþykkt að senda út eftirfarandi ályktun.


"Stjórn Verk Vest tekur undir með ályktun Aðalfundar Öldunnar stéttarfélags þar sem ákvörðum alþingis að grípa viðstöðulaust inn í kjaradeilur launafólks með lagasetningu á verkföll er harðlega mótmælt. 

Það er með öllu óásættanlegt að stjórnvöld grípi með þessum hætti inn í kjaradeilur launafólks við atvinnurekendur.
Skilaboð félagshyggjuflokkanna til verkafólks í kjarabaráttu eiga ekki að vera hótanir um lagasetningar á verkföll.  Veraklýðsfélag Vestfirðinga mun aldrei  sætta sig við að þessar aðferðir séu notaðar til að berja á verkafólki í kjarabaráttu.


Skilaboð Alþingismanna til vinnandi stétta eru mjög skýr,  þeir munu ekki hika við að taka af launafólki vopnið sem best hefur dugað í  baráttunni fyrir bættum kjörum.   Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus undir slíku, vilji menn átök þá er slík framkoma besta leiðin til að framkalla þau."


 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.