Eftir fundinn gengu stjórnarmenn um Drangsnes
Eftir fundinn gengu stjórnarmenn um Drangsnes

Samþykkt

Stjórnarfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, haldinn á Drangsnesi 12.

ágúst 2006, mótmælir harðlega frestunum á vegaframkvæmdum sem

boðaðar hafa verið. Úrbætur á vegum sem liggja um Vestfirði hafa setið á

hakanum í áratugi og þeir eru í dag með þeim allra lélegustu sem finnast í

þróuðum löndum og er þá langt til jafnað.


Fundarmenn skora á þingmenn kjördæmisins að sjá til þess að

Vestfirðingar sem aðrir landsmenn geti ekið á vegum sem tíðkast í

þróuðum löndum. Malarvegir á Vestfjörðum standast ekki þær kröfur sem

gerðar eru til nútíma þjóðvega og uppfylltar hafa verið hjá öðrum. Góðar

samgöngur eru lífæð hverrar byggðar, bæði hvað varðar atvinnu og

menningu, sem og öryggi og þróun byggðar.


Það eru engin rök fyrir frestun t.d. á þverun Mjóafjarðar að

útboðsgögn séu ekki enn tilbúin. Samgönguráðherra og þingmenn okkar

ættu frekar að svara því hvers vegna útboðsgögnin eru ekki á borðinu, því

áratugur er síðan ákveðið var að fara í verkið.

Fundurinn vill taka fram að svipað ástand er einnig á norðausturhorni

landsins.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.