Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hélt stjórnarfund á Þingeyrir í gækvöldi. Að venju var umræða um atvinnuhörfur og þann vanda sem blasir við heimilum landsmanna við óbreytt ástand til umræðu. Fundarmönnum var tíðrætt um þann doða og aðgerðarleysi sem virðist vera í störfum Alþingir þegar kemur að þessum málum. Þykir sýnt að grípa verði til aðgerða nú þegar með lækkun stýrivaxta og afnám eða frystingu verðbóta á húsnæðis og íbúðalán. Eftir nokkra umræður um greiðluvanda heimilanna og atvinnuhorfur í fjórðungnum samþykktu stjórnin að senda frá sér eftirfarandi ályktun.
"Allt of mikilli orku Alþingis hefur verið eytt í þref um lausn Icesavefrumvarpsins, á meðan hafa mál sem snúa að atvinnulífi og heimilum landsmanna verið látin sitja á hakanum. Eigi Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðrins að halda, er nauðsynlegt að unnið verði að lausnum þrátt fyrir að þing hafi nú verið rofið. Á meðan ekkert er að gert eykst vandi skuldsettra heimila og fyrirtækjum í landinu blæðir út.
Leiða má að því líkum í óbreyttri stöðu þá muni fyrirtæki þurfa að grípa til þeirra neyðarúrræða að draga enn frekar saman í rekstri. Afleiðingarnar yrðu uppsagnir starfsfólks í meiri mæli en áður hefur verið. Til að koma í veg fyrir slíkt þurfa stýrivextir Seðlabanka að lækka niður í 3 - 5% sem fyrst. Verðtryggingu á húsnæðislánum þarf að frysta tímabundið, eða afnema með öllu.
Verkalýðhreyfingin hefur marg oft bent á hve ómarkvissar og seinvirkar aðgerðir sem gripið hefur verið til af hálfu ríkisvaldsins væru. Í því samhengi er tekið undir ályktun miðstjórnar ASÍ frá 26. ágúst síðast liðinn um greiðsluvanda heimila. Það skilar engu að draga lappirnar í doða og aðgerðarleysi, áræðni og þor til framkvæmda er atvinnu og efnahagslífi okkar nauðsynlegt.
Sparnaður, niðurskurður og aðhaldsaðgerðir eiga ekki að vera einkunarorð þegar byggja þarf upp til framtíðar. Botnfrosið hagkerfi skilar okkur ekki öðru en gjaldþrotahrynu heimila og fyrirtækja. Snúum vörn í sókn með sameiginlegu átaki verkalýðshreyfingarinnar, vinnumarkaðarins og Alþingis."