föstudagurinn 8. janúar 2010

Stjórn Verk Vest ályktar um tekjuskattsbreytingar

Frá stjórnarfundi Verk Vest á Hólmavík
Frá stjórnarfundi Verk Vest á Hólmavík

Breytingar á lögum um tekjuskatt tóku gildi nú um áramót, má ljóst vera að þær munu ekki síður bitna á tekjulægri hópum í landinu. Þetta er sá hópur launafólks sem síðustu kjarasamningum var ætlað að vera og tóku þáverandi stjórnvöld þátt í þeirri vinnu með verkalýðshreyfingunni. Í tilefni af því samþykkti stjórn Verk Vest eftirfarandi ályktun.

"Verkalýðsfélag Vestfirðinga átelur stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki við gerða samninga er varðar persónuafslátt og skattalega meðferð lág- og millitekjufólks.  Ljóst má vera að nýtilkomnar breytingar á tekjuskatti munu bitna ekki síður á þessum hópi launþega en öðrum. Þetta er sá hópur launafólks sem kjarasamningunum 2008 var ætlað að verja, það skrifuðu þáverandi ráðherrar undir. 

Nú hefur samkomulagið við verkalýðshreyfinguna verið svikið með stjórnarfrumvarpi um tekjuskattsbreytingar sem tók gildi nú um áramót. Breytingarnar munu leiða til þess að skattbyrgði lág- og millitekjufólks fari sífellt hækkandi.  Með þessum hætti er ríkisstjórnin að ýta undir grófa mismunun á milli tekjuhópa sem og rjúfa þá sátt sem verkalýðshreyfingin hefur unnið að með stjórnvöldum allt frá árinu 2006
."

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.