„ Megin stoð atvinnulífs á Vestfjörðum byggir á sjávarútvegi. Það er ólíðandi að atvinnuöryggi okkar félagsmanna sé háð illa ígrunduðum ákvörðunum stjórnvalda, eins og fyrirhuguð stöðvun rækjuveiða í úthafinu þann 1. júlí 2013 er. Um 120 manns vinna við rækjuveiðar og vinnslu á Vestfjörðum. Inngrip stjórnvalda í grunnatvinnuveg okkar Vestfirðinga hafa í gegnum tíðina kippt fótunum undan heilu byggðarlögunum og valdið óbætanlegum skaða í sumum tilfellum."