Saga félagsins

Verkalýðsfélag Vestfirðinga - Verk-Vest tók til starfa 1. janúar 2002 með sameiningu 6 verkalýðsfélaga á Vestfjörðum. Þau voru: Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga í Súðavík, Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri, Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri og Verkalýðsfélagið Vörn á Bíldudal.

Formlegur stofnfundur félagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu á Ísafirði 21. sept. 2002 og höfðu þá 3 félög til viðbótar slegist í hópinn, Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, Sveinafélag byggingamanna á Ísafirði og Verslunarmannafélag Ísafjarðar. Á árinu 2003 bættust enn við 3 félög, Verkalýðs- og sjómannafélag Tálknafjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélag Kaldrananeshrepps á Drangsnesi og Verkalýðs- og sjómannafélagið Grettir á Reykhólum. Þann 1. jan 2004 gekk svo Verkalýðs- og sjómannafélgið Súgandi á Suðureyri til liðs við Verk-Vest. Sjómannafélag Ísfirðinga sameinaðist svo Verk-Vest 1. janúar 2005. Starfssvæði félagsins nær þannig til allra Vestfjarða að Bolungarvík og Hrútafirði undanskildum. Í Bolungarvík eru þó verslunar- og skrifstofumenn í Verk-Vest.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.