fimmtudagurinn 1. júní 2017

Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK

Ráðgjafar á Vestfjörðum

Henný Þrastardóttir og Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir starfa sem ráðgjafar VIRK á Vestfjörðum. Skrifstofa þeirra er staðsett á skrifstofu Verk Vest og hægt er að hafa samband við ráðgjafa í síma 456-5190 eða með tölvupósti í henny@verkvest.is og siggahulda@verkvest.is. Frekari upplýsingar um starfsemi VIRK má finna á heimasíðu sjóðsins.

Upplýsingar um starfsemi VIRK má finna á heimasíðu sjóðsins.


Meira

fimmtudagurinn 1. júní 2017

Styrkir VIRK vor 2017

VIRK veitir styrki tvisvar á ári til virkniúrræða, rannsókna- og þróunarverkefna. Margar áhugaverðar umsóknir bárust í vor og tíu aðilar hlutu styrk í vikunni.

Sérstaklega var horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rannsóknar- og þróunarverkefna tengdu ungu fólki í styrkveitingum þetta vorið. 

Sjá nánar í frétt á vef VIRK


„Blindan skal á braut leiða“. Áherslubreyting frá einstaklingsúrræðum til þess að einblína meira á starfsskilyrði og forsendur stjórnanda eru nauðsynlegar. Ný þekking, aðrar áherslur og nýjar aðferðir eru nauðsynlegar. Það krefst hugrekkis að hefja þetta ferli og þolinmæði að gera sér grein fyrir að þessi vinna kemur til með að taka tíma. Samvinna allra aðila á vinnumarkaðnum er nauðsynleg og góð samskipti einnig. Mikilvægt er að huga sérstaklega að starfsumhverfi kvenna. Höfum í huga að ef konur og karlar myndu vinna við sömu skilyrði eru líkurnar á streitutengdum einkennum þær sömu. Það er nauðsynlegt að við áttum okkur á þessari staðreynd og að umræðan færist frá því að tala um veikleika kvenna yfir í að ræða meira um aðstæður og forsendur á vinnustaðnum þar sem konur eru í meirihluta.

Við berum öll ábyrgð á að skapa öruggan og eflandi vinnustað og við getum í sameiningu fjarlægt alla steina, stóra sem litla sem að lenda í skónum."  segir Ingibjörg H. Jónsdóttir forstöðumaður Institutet för Stressmedicin og prófessor við Háskólann í Gautaborg m.a. í fróðlegri grein um vinnutengda streitu í ársriti VIRK 2017 sem sjá má hér.


„Ég vil koma fram þúsund þökkum! Jafnvel milljón í viðbót. Takk!“

Alls hafa um 6.700 einstaklingar útskrifast úr starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK frá árinu 2010.

Við lok þjónustu eru einstaklingarnir beðnir um að taka þátt í þjónustukönnun og um helmingu þeirra tekur þátt í könnunni.

Niðurstöður þjónustukönnunarinnar sýna að þátttakendur eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega lífsgæði sín og vinnugetu.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK


Ársrit VIRK 2017 er komið út sneisafullt af upplýsingum um starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins og greinum og viðtölum tengdum starfsendurhæfingu.

Meðal efnis í ársritinu er grein Vigdísar Jónsdóttur framkvæmdastjóra VIRK um leiðir til þess að auka vinnugetu og þátttöku á vinnumarkaði, Jónína Waagfjörð sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar reifar ávinning atvinnulífsins af stigvaxandi endurkomu til vinnu, Hans Jakob Beck sviðsstjóri þróunar starfsgetumats og greiningar fer yfir tilgang starfsgetumats og Guðrún R. Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK fjallar um fjölda einstaklinga á örorku- og endurhæfingarlífeyri og virkni ungs fólks.

Þá fjallar Dr. Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður Institutet för Stressmedicin og prófessor við Háskólann í Gautaborg, um vinnutengda streitu í grein sinni í ársritinu og Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við Oxford, um IPS Lite - árangursríka leið inn á vinnumarkaðinn fyrir einstaklinga með geðræn vandamál.

Auk þess er að finna í ársritinu greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK, viðtöl við ráðgjafa VIRK og einstaklinga sem lokið hafa starfsendurhæfingu sem og samstarfsaðila VIRK.

Hægt er að nálgast rafrænt eintak af ársritinu 2017 hér.


þriðjudagurinn 11. apríl 2017

Breyttir tímar – nýjar áherslur

Ársfundur VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn mánudaginn 24. apríl 2017 kl. 11:00 – 15:00 á Grand Hótel í Reykjavík.

Auk hefðbundinna ársfundarstarfa verður boðið upp á dagskrá undir yfirskriftinni Breyttir tímar – nýjar áskoranir sem hefst með ávarpi Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK fer yfir leiðir til þess að auka vinnugetu og þátttöku á vinnumarkaði og Jónína Waagfjörð sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK reifar hvernig vinnan sjálf getur verið árangursríkt úrræði í starfsendurhæfingu.

Þá ræðir Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður Institutet för Stressmedicin og prófessor við Háskólann í Gautaborg, streituna og starfið auk þess sem einstaklingur sem lokið hefur starfsendurhæfingu og stjórnandi úr atvinnulífinu deila reynslu sinni með ársfundargestum.

Ársfundurinn er öllum opinn en meðlimir fulltrúaráðs VIRK hafa einir atkvæðisrétt. Hægt er að skrá sig á ársfundinn á vefsíðu VIRK.


Meðalsparnaður á hvern útskrifaðan einstakling úr starfsendurhæfingarþjónustu VIRK nam 12,2 milljónum árið 2016 og 13,6 milljarða ávinningur var af starfseminni samkvæmt nýrri skýrslu Talnakönnunar.

Reiknaður meðalsparnaður á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði nam 12,2 milljónum króna á árinu 2016 samkvæmt skýrslu sem Vigfús Ásgeirsson tryggingastærðfræðingur hjá Talnakönnun hf vann fyrir stjórn VIRK. Meðalsparnaður á einstakling eykst milli ára, var rúmlega 10 milljónir árin 2013-2015.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur einnig fram að 13,6 milljarða króna ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2016. Niðurstöður fyrri athugana Talnakönnunar sýndu að ávinningur af starfi VIRK var 13,8 milljarðar 2015, 11,2 milljarðar króna 2014 og 9,7 milljarðar á árinu 2013. Í þessu samhengi má benda á að rekstrarkostnaður VIRK árið 2016 nam 2,4 milljörðum, 2,2 milljörðum 2015, 2 milljörðum 2014 og 1,3 milljörðum á árinu 2013.

Sjá skýrsluna í heild sinni í frétt á vefsíðu VIRK.


mánudagurinn 6. mars 2017

Virkjanahugmyndir? Já takk!

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður efnir til hugmyndasamkeppni um þróun úrræðis fyrir ungt fólk sem er í þjónustu VIRK en hefur litla sem enga reynslu af vinnumarkaði.

Markmiðið er að eftir þátttöku í starfsendurhæfingarúrræðinu stundi unga fólkið vinnu og/eða nám og hafi öðlast betri heilsu, líðan og færni í daglegu lífi.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjár bestu hugmyndirnar og stefnt er að gerð þjónustusamnings um úrræði til tveggja ára með möguleika á áframhaldi samstarfi.

Nánari upplýsingar á www.virk.is


föstudagurinn 27. janúar 2017

VIRK framúrskarandi fyrirtæki 2016

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2016 samkvæmt Creditinfo.

Sjá nánar í frétt á vef VIRK.


þriðjudagurinn 3. janúar 2017

11.000 einstaklingar hafa leitað til VIRK

Um áramót voru rúmlega 2.000 einstaklingar í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK Starfsendurhæfingasjóðs, 8% fleiri en um síðustu áramót, þrátt fyrir að nýjum í þjónustu hafi fækkað um 7% milli ára.

Alls hafa 11.000 einstaklingar leitað til VIRK frá stofnun starfsendurhæfingasjóðsins árið 2008. 6.221 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, og rúmlega 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift.

Sjá nánar í frétt á virk.is


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.