laugardagurinn 14. maí 2011

Aðalfundur Verk Vest laugardaginn 21.maí

Fanney Pálsdóttir hélt kynningu á starfsemi Virk á síðasta aðalfundi
Fanney Pálsdóttir hélt kynningu á starfsemi Virk á síðasta aðalfundi
Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði laugardaginn 21. maí kl.11.00.  Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins.
 
Dagskrá:

1.      Setning fundarins 
2.      Kosning starfsmanna fundarins 
3.      Skýrsla stjórnar 
4.      Kynntur ársreikningar starfsárið 2010 
5.      Lýst kjöri stjórnar, varamanna í stjórn, 
trúnaðarmannaráði og annarra trúnaðrastarfa 
6.      Ákvörðun félagsgjalds og hlutfall í vinnudeilusjóð 
7.      Lögð fram tillaga um laun stjórnar 
8.      Önnur mál   

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þáttöku í fundinum og þannig fá betri innsýn í starfsemi félagsins. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfun verður  boðið upp á léttan málsverð

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.