mánudagurinn 17. maí 2010

Aðalfundur orlofsbyggðarinnar í Flókalundi

Frá aðalfundi 15.maí 2010
Frá aðalfundi 15.maí 2010
1 af 2

Aðalfundur orlofsbyggðarinnar í Flókalundi var haldinn laugardaginn 15.maí sl. Farið var yfir verkefni sem hafa verið framkvæmd í byggðinni, bæði viðhald og nýframkvæmdir. Þykir svæðið hafa tekið miklum stakkaskiptum eftir að sláttutraktor var keyptur til að hirða opin svæði, þá hefur umhverfi sundlaugarinnar verið snyrt og lagfært þannig að mikill sómi er af og samþykkt að rýmka opnunartíma sundlaugar um helgar. Ákveðið var að fara í nokkrar stærri viðhaldsframkvæmdir fyrir sumarið eins og t.d. málun á þökum og lagfæringar vega og stíga ásamt minniháttar viðhaldi á húsum og búnaði. Samþykkt var að setja upp lyklaskápa við öll hús til þæginda fyrir dvalargesti og umsjónarfólk. Umgengni gesta hefur verið til mikillar fyrirmyndar en þó má alltaf gera betur, en það er allra hagur að gengið sé vel um hús og búnað byggðarinnar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.