fimmtudagurinn 13. nóvember 2008

Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna

Alþýðusamband Íslands í samstarfi við Verkalýðsfélag Vestfirðinga stendur fyrir opnum fundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00.
Fundarefni: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.  Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem að formenn landssambanda og forsetinn munu sitja fyrir svörum. Áherslur ASÍ til varnar heimilum, launafólki og störfum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, en dagskrá fundarherferðarinnar má sjá hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.