Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar Hólmavík
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar Hólmavík

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins er nú hafin. Atkvæðagreiðslan er sameiginleg og sér Starfsgreinasambandið um hana. Verk-Vest hvetur félagsmenn sem vinna eftir samningnum til að nýta sér atkvæðisréttinn. Greinargott kynningarefni mun fylgja kjörgögnum, en þeir sem telja sig þurfa nánari útskýringar eða óska eftir kynningarfundi, t.d. á stærri vinnustöðum, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu félagsins s. 456 3190.

Eftirfarandi tilkynning er af vef Starfsgreinasambandsins:
"Núna stendur yfir póstatkvæðagreiðsla um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands, f.h. aðildarfélaga sinna  við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar á kjarasamningi aðila sem skrifað var undir 26. maí s.l. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum ríkissamningi og greiddu félagsgjöld til viðkomandi aðildarfélags SGS í apríl s.l. Alls 2.139 einstaklingar eru á kjörskrá og þeim hefur verið send kjörgögn og kynningarefni sem ætti að berast í þessari viku. Sérstök kynnig á samnignum fer fram hjá stéttarfélögunum um allt land og eftir atvikum á einstaka vinnustöðum þar sem hópar eru fjölmennir.

 

Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl 2008. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 föstudaginn 20. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
 

Starfsgreinasambandið hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til þátttöku í atkvæðagreiðslunni og að samþykkja samninginn. Við erum sterkari saman!"

Sjá einnig frétt 26. maí s.l. hér á vefnum.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.