þriðjudagurinn 3. febrúar 2009

Enn hækkar matarkarfan í verði !

Heimild. ASÍ
Heimild. ASÍ

 

Hinn almenni launamaður fer ekki varhluta af stöðugum hækkunum matvara og annarra  nauðsynja til reksturs heimila. Ýmis útgjöld eins og viðhald húsnæðis hafa aukist umtalsvert svo ekki sé minnst á rekstrargjöld heimilisbílsins.  Samkvæmt nýjustu úttekt verðlagseftirlitsins á vörukörfu ASÍ þá nemur hækkunin um 35% frá því í apríl á síðasta ári. Á þessu sama tímabili hefur hækkunin orðið mest í lágvöruverðsverslununum eða 30 - 35%.  Nánar er fjallað um þessa hækkun og þær forsendur sem gefnar eru við útreikning á heimasíðu ASÍ.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.