fimmtudagurinn 17. apríl 2008

Er sumarið loksins komið ?

Jónas Magg, Maggúdd og Gunnar Veturliða ræða málin
Jónas Magg, Maggúdd og Gunnar Veturliða ræða málin
1 af 2

Eftir nokkuð umhleypingasama tíða að undanförnu hefur veðrið heldur betur leikið við menn og málleysingja á Vestfjörðum þessa dagana.  Sól og blíða gleðja jafnan þá sem háðir eru veðrinu við störf sín, en kvelja þau okkar sem þurfa að hafast við innandyra. Útibekkir félagsins eru jafnan vinsæll viðkomustaður bæjarbúa, bæði til að sleikja sólina og til að ræða málefni líðandi stundar, eins og þessir herramenn kusu að gera. Voru hækkanir matvöru og dýrtíð aðal umræðuefnið ásamt því hvernig staðan væri með margumrædda olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Ekki náðist niðurstaða í umræðurnar á þessum rökstólum frekar en annarsstaðar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.