fimmtudagurinn 30. maí 2013

Ferð fyrir félagsmenn í Selárdal 15. júní

Ferðanefnd VerkVest gengst fyrir skemmtiferð fyrir félagsmenn og maka þeirra laugardaginn 15. júní næstkomandi. Farið verður frá Ísafirði í Arnarfjörðinn og stefnan sett á Selárdal, sem er næst ystur Ketildala. Þar er ætlunin að skoða meðal annars listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. Fróður og skemmtilegur leiðsögumaður verður með í för.  Bíldudalur verður einnig heimsóttur.  Þar má finna safn Jóns Kr. Ólafssonar Melódíur minninganna og einnig Skrímslasetrið.  Að lokum mun verða snæddur kvöldverður á Patreksfirði á hinu rómaða Sjóræningjahúsi, áður en lagt verður af stað heim á leið. Aldrei að vita nema komið verði við hjá Fjallfossi í Dynjandisvogi í kvöldsólinni


Skráningar í ferðina fara fram á aðalskrifstofu VerkVest á Ísafirði eða í síma 456-5190 til 11.júní n.k.


Ath. Það er takmarkaður sætafjöldi og ferðin kostar litlar 6.900 kr. (innifalið er rúta, nesti, leiðsögn og kvöldverður).


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.