fimmtudagurinn 19. ágúst 2010

Forseti ASÍ fundar á Vestfjörðum

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands
Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands
Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands fundar með stjórnum aðildarfélaga á Vestfjörðum á Ísafirði í dag. Fundurinn í dag er liður í fundarferð forseta ASÍ með aðildarfélögum um allt land. Gera má ráð fyrir að kjara- og efnahagsmál verði mjög fyrirferðamikil á fundinum í dag, þá verður einnig farið yfir afmarkaðar tillögur að breytingum á skipulagi ASÍ. Meðal annarra mála sem væntanlega verða rædd eru samskifti ASÍ við ríkisstjórnina og SA á samningstímanum sem nú er að líða. Ekki er heldur ólíklegt að kröfugerð aðildarfélaganna vegna komandi kjarasamninga komi til tals auk hinnar klassísku Evrópuumræðu.  

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.