föstudagurinn 29. apríl 2011

Fréttablað VerkVest komið í dreifingu

Forsíða blaðsins
Forsíða blaðsins
Fréttablað Verk Vest er loksins komið út og komið í dreifingu. Sú nýbreytni verður höfð á að blaðinu verður dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum í stað þess að dreifa því eingöngu til félagsmanna. Í blaðinu eru ýmsar upplýsingar um sumarferðir orlofsnefndar félagsins ásamt fréttum úr félagslífinu. Í blaðinu er stuttur kafli úr bókinni Vindur í seglum þar sem fjallað er um uppbyggingu samkomuhúss Súðvíkinga ásamt grein um 95 ára afmæli Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði. Þá er verðlaunakrossgátan að sjálfsögðu á sínum stað. Blaðið er unnið í samstafi við félaga okkar í H-prent á Ísafirði og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir samstarfið.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.