Kröfuganga á Ísafirði
Kröfuganga á Ísafirði
1 af 7
Þátttaka í 1. maí hátíðarhöldunum á Ísafirði og Suðureyri var að vanda mjög góð. Á Ísafirði safnaðist fólk saman við hús Verk Vest þaðan sem gengið var fylktu liði með lúðrasveit Tónlistaskóla Ísafjarðar í broddi fylkingar. Kröfugangan var mjög fjölmenn en gengið var sem leið lá niður í Edinborg þar sem hin eiginlegu hátíðarhöld 1.maí fóru fram. Dagskrá hátíðarhaldanna var með nokkuð hefðbundnu sniði en hátíðarræðu dagsins flutti formaður Verk Vest Finnbogi Sveinbjörnsson. Pistil dagsins flutti Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri hjá Bolungavíkurkaupstað og félagsmaður í Fos-Vest. Lúðrasveitin lék að sjáfsögðu Nallann ásamt öðrum hressilegum mörsum og stórsveit barna í tólistakólanum á Þingeyri flutti skemmtilegt tónlistaratriði. Félagar í Litla leikklúbbnum tóku nokkur lög úr söngrevíunni Á skíðum skemmt'ég mér áður en boðið var til kaffisamsætis í Guðmundarbúð. Á fimmta hundrað kom í kaffi og ljóst að þessi hefð að bjóð í kaffi að lokinni hátíðardagskrá hefur fest sig vel í sessi hjá íbúum svæðisins.

Ræðu Finnboga er hægt að nálgast hér.

Pistil Höllu Signýjar er hér.

Á Suðureyri var einnig mjög góð þátttaka í hátíðarhöldum dagsins. Á Suðureyri er að venju farið í kröfugöngu og fjölmenntu Súgfirðingar í hana að vanda. Gengið var að sundlauginn þar sem hið árlega 1.maí boðsund var haldið. Hátíðardagskráin hélt síðan áfram í Félagsheimili Súgfirðinga og var Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður og stjórnarmaður í Verk Vest ræðumaður dagsins.

Ræðu Lilju er hægt að nálgast hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.