Mjög góð þátttaka var í kosningu félagsmanna í Verk Vest um nýgerða kjarasamninga. En félagið viðhafði póstatkvæðagriðslu sem fór fram dagana 13 - 24. maí. Alls tóku 44% félagsmanna þátt í kosningu um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og sögðu 97,2% þeirra sem kusu JÁ og 2,1% Nei, auðir seðlar og ógildir voru 0,7%. Hjá verslunar- og skrifstofufólki var þátttakan 42,2% og sögðu 95,6% þeirra sem kusu JÁ og 4,3% NEI engir seðlar voru auðir og ógildir. Hjá byggingamönnum var þátttaka 61,5% og sögðu 87,5 þeirra sem kusu JÁ og 12,5% NEI. Það er því ljóst að kjarasamningar SGS, LÍV og Samiðnar voru samþykktir með afgerandi hætti hjá félagsmönnum Verk Vest og koma hækkanir þá til framkvæmda frá og með 1. júní eins og samið var um. Þess ber að geta að Samtök atvinnulífsins hafa þegar samþykkt samningana.  Eingreiðsla sem samið var um vegna tafa á endurnýjun kjarasamninganna, kr.50.000, tekur einnig gildi og á að greiðast út 1. júní. Sérstök orlofsuppbót kr.10.000 skal greiðast út ekki síðar en 1. júlí kjósi ASÍ að segja samningum ekki upp. Nú er unnið að því hörðum höndum hjá félaginu að uppfæra launataxta í samræmi við umsamdar hækkanir og koma þeim í viðunandi horf á heimasíðu félagsins. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.