miðvikudagurinn 9. mars 2011

Í heiminum farast 25 þúsund sjómenn árlega

Sjómennska er hættulegasta starf í heimi samkvæmt tölum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Talið er að um 25 þúsund sjómenn farist árlega við fiskveiðar og tengd störf. Langflest eru dauðsföllin í þróunarlöndunum enda er öryggismálum þar víða mjög ábótavant. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þann 3. mars, en vefur ASÍ fjallaði um þessi málefni nú nýverið. Með markvissum hætti í formi fræðslu og bættari aðbúnaðar í íslenskum fiskiskipum hefur dregið veruleg úr slysum og dauðsföllum í sjómannsstétt á Íslandi.  Á þingum Sjómannasambands Íslands hefur þeirri hvatningu ítrekað verið beint til skipstjórnarmanna, sjómanna og útgerða að sjá til þess að björgunaræfingar séu haldnar reglulega um borð í skipum eins og lög og reglur mæla fyrir um. Í þeirri fræðslu gegnir Slysavarnarskóli sjómanna lykil hlutverki og ber stjórnvöldum skylda að styðja við starfsemina þannig að rekstrargrunnvöllur skólans sé tryggður.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.