föstudagurinn 16. maí 2008

Jákvæður fundur SGS með ríkisstjórninni

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins áttu fund með ríkisstjórninni þ.e. forsætis-, utanríkis- félagsmála- og fjármálaráðherra í morgun þar sem farið var yfir stöðu kjaraviðræðna við samninganefnd ríkisins.  Fundurinn var mjög jákvæður en skipst var á skoðunum um þau sameiginlegu markmið sambandsins og ríkisins að hækka þurfi sérstaklega laun þeirra sem starfa við ummönnun og vinna að auknum kaupmætti þeirra sem vinna láglaunastörfin. Starfgreinasambandið lagði áherslu á að ljúka þyrfti kjaraviðræðum sem fyrst og tók ríkisstjórnin undir þau sjónarmið, en viðræður hafa dregist um of á langinn. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist fyrir alvöru við samninganefnd ríkis um helgina og að reynt verði að ná samningi fljótlega.
Fréttin er tekin af vef SGS

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.