miðvikudagurinn 8. júní 2011

Kaupgjaldsskrár komnar á vefinn

Kaupgjaldsskrár Verk-Vest fyrir landverkafólk og verslunar- og skrifstofumenn eru nú aðgengilegar hér á vefnum undir flipanum KJARAMÁL til vinstri á síðunni.

Við vekjum sérstaka athygli stjórnenda fiskvinnslufyrirtækja og starfsfólks þeirra á að fastur bónus eða sambærilegar álagsgreiðslur í fiskvinnslu hækka um a.m.k. 39 kr. frá 1. júní. Hafi fastur bónus verið hærri en 240 kr. er hækkunin 16,25%.

Kjarasamningar SGS og SA og LÍV og SA eru einnig komnir á vefinn.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.