Fjaran neðan við Þörungaverksmiðjuna
Fjaran neðan við Þörungaverksmiðjuna

Fyrsti formlegi samningafundurinn í kjaradeilu starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar var haldinn undir verkstjórn ríkissáttasemjara mánudaginn 23. maí.  Á fundinum var lagt fram nýtt tilboð starfsmanna sem byggir á launalið nýgerðs kjarasamnings bræðslumanna. En hjá Þörungaverksmiðjunni er unnið við þurrkun á þangi og því um mjölvinnslu að ræða og eðlilegast að miða við þau kjör sem náðust í þeim viðræðum. Rétt er að benda á að stjórn verksmiðjunnar hafnaði öllum samningstilboðum starfsmanna á fundi þann 12. maí síðast liðinn þrátt fyrir að tilboð starfsmanna væri í takt við  ramma þess sem samið var um í kjarasamingum ASÍ og SA þann 5. maí. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 31. maí næstkomandi, á þeim fundi verður væntanlega lagt fram gagntilboð frá stjórn verksmiðjunnar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.