föstudagurinn 9. maí 2008

Kröfur sjómanna kynntar viðsemjendum

ljósmynd: Adam Topolski
ljósmynd: Adam Topolski

 

 

Fulltrúar Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Verkalýðsfélags Vestfirðinga komu saman í  húsakynnum Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á dögunum og kynntu kröfur sjómanna fyrir viðsemjendum.  Á fundinum lögðu fulltrúar LÍÚ einnig fram kröfur útgerðarmanna gagnvart sjómönnum. Ekki var tekin ákvörðun um næsta samningafund aðila, en þessi fundur markar upphaf formlegra viðræðna á milli fulltrúa sjómanna og viðsemjenda. Þess má geta að núverandi kjarasamningur sjómanna gildir til 31. maí næst komandi.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.