sunnudagurinn 15. maí 2011

Mikil ásókn í sumarhús félagsins

Dregið var úr umsóknum á fullkomlega löglegan hátt.
Dregið var úr umsóknum á fullkomlega löglegan hátt.

Fyrstu úthlutun á sumarhúsum Verk Vest er nú lokið. Umsóknum hefur fjölgað ár frá ári og aldrei hefur þurft að draga um jafn margar vikur og þetta árið. Til að tryggja að allt færi sem réttast fram var Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn fenginn til þess að draga úr umsóknum. Stór hluti umsækjanda fekk ekki úthlutað því sem þeir sóttust eftir. En ennþá er þó örlítil von, því að staðfesting og greiðsla þeirra sem fengu úthlutað þarf að hafa borist 20. maí. Að öðrum kosti verður þeirra vikum úthlutað til annarra.

Einnig er þeim umsækjendum sem ekki fengu úthlutað bent á að einhverjar vikur eru ennþá lausar og þá sérstaklega fyrri part sumarsins og einnig er eitthvað laust í ágúst og september.

Þá er einnig rétt að minna á ýmis önnur gistiúrræði eins og gistimiða hjá Hótel Eddu og hjá Fosshótelum sem er hægt að kaupa hjá félaginu. Félagið mun einnig bjóða upp á útilegukortið og veiðikortið og geta félagsmenn komið við á skrifstofunni til að kaupa kortið eða látið senda sér í pósti.  Minnum á að allar upplýsingar um orlofsferðir félagsins í sumar má finna í félagsblaði Verk Vest. Þar eru einnig upplýsingar um gististaði Hótel Eddu og Fosshótela.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.