fimmtudagurinn 3. september 2009

Ný deildarstjórn kjörinn á Suðureyri

Suðureyri við Súgandafjörð
Suðureyri við Súgandafjörð
1 af 3
Á aðalfundi deildar verkal. og sjómannaf. Suðureyrar í Verk Vest var kosin ný deildarstjórn. Nýju stjórnina skipa eftirfarandi.
Formaður - Lilja Rafney Magnúsdóttir
Varaformaður - Lilja  G. Guðbjörnsdóttir
Meðstjórnandi - Jóhann Daníel Daníelsson 
Varamenn - Violetta Maria Duda - Dariuz Duda - Anna K. Kosmala.

Á fundinum sköpuðust líflegar umræður um atvinnu og kjaramál sem og horfur með stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins við ríkisvaldið. Þá fékk landnemaskólinn mikið hrós og var það mál fundarmanna að framhald yrði að vera á. Lýstu erlendir félagsmenn sérstakri ánægju með góða íslenskukennslu í skólanum. Að vanda voru orlofsúrræði félagsmanna einnig það sem brann á fundarmönnum. Gestir fundarins voru formaður og varaformaður Verk Vest. Félagið óskar nýrri deildarstjórn velfarnaðri í starfi og væntir góðs af samstarfinu í framtíðinni. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.