föstudagurinn 18. apríl 2008

Nýjir orlofsmöguleikar félagsmanna

Orlofsnefnd að störfum
Orlofsnefnd að störfum
1 af 4

 

Orlofsnefnd Verk Vest hefur komið samið saman og farið yfir möguleika til frekari afþreyingar til félagsmanna nú í sumar. Edduhótelin hafa sent félaginu tilboð sem félagsmenn geta nýtt sér á ferðalögum innanlands. Er það í formi afsláttarmiða sem félagsmenn geta þá fengið á skrifstofu félagsins. Edduhótelin eru með fjölbreytta gistimöguleika víða um land.

 

Þá var einnig ákveðið að boðið yrði upp á dagsferð í Flatey á Breiðafirði ef næg þátttaka fæst.  Hugmyndin er að sú ferð yrði í júní en siglt verði með Sæferðum frá Brjánslæk út í Flatey. Ferðatilhögun verður kynnt nánar á næstunni og eru félagsmenn hvattir til þátttöku.  Eitt af stóru verkefnum orlofsnefndar þetta sumarið er að leita eftir tilboðum í Póllandsferð fyrir félagsmenn. En stefnan er að það verði haustferð til Kraká ef félagið fær ásættanleg tilboð.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.