Þörungaverksmiðjan Reykhólum
Þörungaverksmiðjan Reykhólum

Viðræðunefnd starfsmanna í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hefur ákveðið að boða til starfsmannafundar í matsal Þörungaverksmiðjunnar kl.12.00 mánudaginn 16. maí næst komandi. Fundarefnið er sú staða sem er komin upp í  kjaraviðræðum við stjórn verksmiðjunnar vegna endurnýjunar kjarasamninga starfsmanna. Viðræðunefnd starfsmanna lagði fram tilboð um kaupkröfur til stjórnar verksmiðjunar í lok október 2010 en lítið hafði þokaðist í samkomulagsátt á samningafundum aðila og stefnir allt í deilur milli aðila. Kröfur starfsmanna voru á hógværu nótunum og í samræmi við þá launastefnu sem mótuð var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem voru undirritaðir milli aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 5. maí síðast liðinn.

Stjórn verksmiðjunnar lagði til að horft yrði til niðurstöðu í almennu kjarasamningunum þegar kæmi að endurnýjun samninga og samið yrði með þá til hliðsjónar. Þetta hafði viðræðunefnd starfsmanna fallist á og taldi að sá grundvöllur gæti orðið vegvísir að endurnýjun kjarasamninga. Nú er hins vegar ljóst að stjórn verksmiðjunnar hefur ekki í hyggju að semja á þeim nótum og hafnar öllum kröfum viðræðunefndar starfsmanna. Ekki var lagt fram gagntilboð af hálfu stjórnar verksmiðjunnar og er því ekki hægt annað en taka þessi svör sem svik við gefin fyrirheit og lýsa viðræðurnar árangurslausar og óska eftir aðkomu ríkissáttasemjara til að liðka fyrir í viðræðunumum. Á fundinum á mánudag mun viðræðunefnd starfsmanna leggja fram nýjar kaupkröfur og má búast við því að þær kröfur taki mið af kjörum í öðrum mjölvinnslum á íslenskum vinnumarkaði.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.