Frá stofnfundi Verk-Vest 2002
Frá stofnfundi Verk-Vest 2002
 

Aðalfundur deildar Verslunarmannafélags Ísafjarðar í Verk-Vest var haldinn fimmtudaginn 27. nóv. s.l. í húsi félagsins, Pólgötu 2 á Ísafirði.

Stjórn deildarinnar var endurkjörin. Finnur Magnússon er formaður og meðstjórnendur eru Jenný Hólmsteinsdóttir og Erna Sigurðardóttir.

Til vara eru Andrés Guðmundsson, Aðalbjörg Pálsdóttir og Hilmar Guðmundsson.

Auk stjórnarkjörs tók fundurinn til umræðu deildaskiptingu Verk-Vest, en það hefur verið mönnum ljóst allt frá stofnun félagsins árið 2002 að framtíðarskipulag þess þyrfti að taka mið af skiptingu heildarsamtakanna eftir starfsgreinum.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.