Frá trúnaðarráðsfundi Verk Vest
Frá trúnaðarráðsfundi Verk Vest

Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem lauk á tíunda tímanum gærkvöldi, var samþykkt samhljóða að hvatt yrði til frekari viðræðna um tilboð sem SA lagði fram þann 20. maí sl.  Eftir farandi yfirlýsing var send til SGS sem svar samninganenfndar félagsins.
 

"Í ljósi þeirra stöðu sem nú er komin upp eigum við að sýna þá ábyrgð að hvetja til áframhaldandi viðræðna á þeim grundvelli, frekar en þeim verði slitið. Allt tal um uppsögn á samningum eða slit á viðræðum verður að koma frá Samtökum atvinnulífsins, þar eigum við ekki að hafa frumkvæðið."

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.