þriðjudagurinn 6. maí 2008

Stjórnarfundur á Patreksfirði

Við Þorpið á Patreksfirði
Við Þorpið á Patreksfirði
1 af 3

Stjórn félagsins hélt stjórnarfund í húsi félagsins á Patreksfirði. Vegna ófærðar í vetur og lélegra samgangna á milli norðurs og suðursvæðis Vestfjarða yfir veturinn náðist ekki að halda fundinn fyrr.  Á fundinum var tekin ákvörðun um að selja eign félagsins á Patreksfirði og verður hún auglýst til sölu á næstunni. Ekki þótti rétt að koma fasteigninni í útleigu í samkeppni við heimamenn. Þá var samþykkt að færa kvenfélaginu á Patreksfirði innbúi hússins að gjöf. Aðalfundur félagsins hefur verið dagsettur þann 24.maí næstkomandi, nánari tíma- og staðsetning fundarins verður auglýst eins og lög félagsins kveða á um.

 Á heimleiðinni var komið við í kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal. Þar tók Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri á móti mannskapnum. Fengum við góða fræðslu um framleiðslu og hráefnisöflun verksmiðjunnar einnig uppbyggingu og framtíðarhorfur.      

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.