föstudagurinn 9. október 2009

Þing SGS ályktar um Icesave

Þing Starfsgreinasambandsins samþykkti rétt í þessu ályktun um mikilvægi þess að Icesavemálinu verði lokið hið fyrsta. Ályktunin fer hér á eftir:

Þing Starfsgreinasambands Íslands leggur áherslu á mikilvægi þess að ljúka Icesave málinu hið fyrsta. Ljóst er að endurreisn efnahagslífsins hefur tafist vegna þessa nöturlega máls og litlar líkur á því að kraftur komist í uppbyggingu efnahags- og atvinnulífsins á meðan því er ólokið og mikil hætta er á einangrun landsins.

Því lengur sem Alþingi og ríkisstjórn heykjast á að klára þetta erfiða mál því verri verða hinar efnahagslegu afleiðingar þess fyrir land og þjóð. Það er því skýr krafa þings Starfsgreinasambandsins að þessu deilumáli verði lokið nú þegar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.