þriðjudagurinn 22. apríl 2008

Trúnaðarmannanámskeiði fram haldið 8. og 9. maí

Þátttakendur á fyrri hluta námskeiðsins
Þátttakendur á fyrri hluta námskeiðsins
Minnt hefur verið á það hér á vefnum að framhald verður á trúnaðarmannanámskeiði Verk-Vest og FosVest í maí.
Námskeiðið hefur nú verið tímasett 8. og 9. maí. Byrjað verður fyrri daginn kl. 9:45 og er áætlað að hætt verði kl. 16:45.
Seinni daginn verður byrjað kl. 9:00 og er áætlað að námskeiðinu verði lokið um fjögurleytið.
Námsefnið verður í stórum dráttum eftirfarandi:  
  • Samskipti. Framhald af fyrri hluta. Hópefli-samskipti. Hvernig vinnum við saman sem hópur?
  • Vinnuréttur. Framhald af fyrri hluta. Nánar farið í vinnurétt. Lagaumhverfi og dóma.
  • Starfsemi stéttarfélagsins. Stéttarfélögin kynnt og þjónusta sem þau veita félagsmönnum. Upplýsingar um sjóði félaganna og reglur þeirra. Kynning á kjarasamningum félaganna og uppbyggingu þeirra.
Fyrri hlutinn mæltist afar vel fyrir hjá trúnaðarmönnum. Við hvetjum alla trúnaðarmenn til að mæta og væntum afburðagóðrar þátttöku.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.