föstudagurinn 30. maí 2008

Vegleg hátíðarhöld um Sjómannadagshelgina

Til hamingju með daginn
Til hamingju með daginn
1 af 3

 

Sjómenn og fjölskyldur þeirra sem og við landkrabbarnir ættum að finna eitthvað við allra hæfi í dagskrá sjómannadagshelgarinnar.  Á Patreksfirði er hefð fyrir að haldin sé hátíð frá fimmtudegi til mánudags með ýmiskonar uppákomum, dagskrána á Patreksfirði má sjá HÉR. Þá verða vegleg hátíðarhöld á Ísafirði sem hefjast á laugardagsmorgni með fjölskyldusiglingu á skipun frá Hraðfrystihúsinu - Gunnvör í Hnífsdal. Á Suðureyri er einnig metnaðarfull dagskrá báða dagana sem hefst með kappróðri á lóninu kl.13:00 á laugardag. Þá hefur einnig verið auglýst dagskrá á Flateyri og Súðavík. Sterk hefð er fyrir hátíðarhöldum í Bolungavík á sjómannadaginn, hefst hún einnig á laugardegi með fjölskyldusiglingu.

 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra árnaðaróskir í tilefni sjómannadagsins.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.