miðvikudagurinn 30. júní 2010

Vel heppnaður fjölskyldudagur verk Vest

Fjölskyldur félagsmanna áttu góðan dag í Dýrafirðinum
Fjölskyldur félagsmanna áttu góðan dag í Dýrafirðinum
1 af 3
Fjölskyldudagur Verk Vest var haldinn í ágætu veðri á víkingasvæðinu á Þingeyri laugardaginn 26.júní síðast liðinn. Félagsmenn og fjölskyldur þeirra áttu ánægjulega samverustund við ýmsa leiki sem íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri stóð fyrir. Þá bauð félagið þeim sem vildu upp á siglingu í víkingaskipinu Vésteini og þáðu nokkrir að leggjast í víking út á Dýrafjörðinn. Félagið gaf öllum þeim sem sóttu fjölskyldudaginn höfuðskjól "Buff" með merki félagsins og að vanda var einnig boðið upp á grillaðar pylsur og gos. 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.