Helgi Ólafsson fer yfir málin með starfsfólki
Helgi Ólafsson fer yfir málin með starfsfólki

Fulltrúar Verk Vest ásamt túlkum héldu fund með starfsólki Eyrarodda ehf. á Flateyri í gær. Farið var yfir hvernig félagið myndi aðstoða starfsfólk sem ekki hafði fengið greidd orlofslaun á réttum tíma. En eins og fram hefur komið í fréttum hefur Eyraroddi ehf. óskað eftir greiðslustöðvun og fengið tilskilinn frest til að endurskipuleggja rekstur með það að leiðarljósi að halda áfram vinnslu á Flateyri. Á fundinum var starfsfólki tilkynnt að að Verk Vest myndi aðstoða fólk við að gera kröfu til ábyrgðarsjóðs launa vegna ógreiddra orlofslauna hjá Eyrarodda ehf. Einnig var tilkynnt að félagið myndi lána hverjum og einum þá orlofseign sem viðkomandi á inni hjá fyrirtækinu til að brúa bilið þar til ábyrgðarsjóður launa hefur tekið kröfuna fyrir og afgreitt.  

  

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.