Lúðrasveiti Tónlistarskóla Ísafjarðar
Lúðrasveiti Tónlistarskóla Ísafjarðar
1 af 2
Á aðalfundi Verk Vest fyrir tæpu ári síðan var samþykkt tillaga um að Lúðrasveit Tónlistaskóla Ísafjarðar yrði færður einkennisfatnaður að gjöf. Lúðrasveitin hefur alltaf verið boðin og búin að taka þátt í hátíðarhöldum á baráttudegi launþega og jafnan gengið í broddi fylkingar. Sveitin spilar oft útivið og á Íslandi háttar málum þannig að ekki er á vísann að róa þegar kemur að veðrinu og því betra að vera vel búinn. Forsvarsmenn Tónlistaskóla Ísafjarðar voru að vonum ánægðir með framtakið og ekki var annað á félögum í sveitinni að heyra en þeir væru það líka.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.